Lúðvík Gunnarsson er búinn að velja leikmannahóp íslenska U17 ára landsliðs karla fyrir leiki í milliriðli fyrir EM.
Strákarnir okkar spila leikina frá 17.-26. mars og munu etja kappi við Belgíu og Írland auk þess að spila við heimamenn í Póllandi.
Þetta mun reynast afar þung þraut þar sem aðeins eitt lið kemst upp úr milliriðlinum og áfram í lokakeppnina sem verður haldin í Albaníu.
Þá er mikilvægt að enda ekki í neðsta sæti riðilsins. Liðið sem endar í neðsta sæti fellur niður í B-deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð í undankeppni EM 2026.
Það eru 20 leikmenn í hópnum, þar af eru sjö samningsbundnir erlendum félögum og þrettán sem spila á Íslandi.
ÍA og Þór eiga flesta fulltrúa í hópnum, eða þrjá hvort, á meðan dönsku stórliðin FC Köbenhavn og FC Midtjylland eiga tvo fulltrúa hvort.
Landsliðshópurinn
Helgi Hafsteinn Jóhannsson - AaB
Tómas Óli Kristjánsson - AGF
Gylfi Berg Snæhólm - Breiðablik
Jón Breki Guðmundsson - Empoli FC
Gunnar Orri Olsen - FC Köbenhavn
Viktor Bjarki Daðason - FC Köbenhavn
Egill Orri Arnarsson - FC Midtjylland
Sigurður Jökull Ingvason - FC Midtjylland
Ketill Orri Ketilsson - FH
Guðmar Gauti Sævarsson - Fylkir
Sölvi Snær Ásgeirsson - Grindavík
Björgvin Brimi Andrésson - Grótta
Birkir Hrafn Samúelsson - ÍA
Gabríel Snær Gunnarsson - ÍA
Styrmir Jóhann Ellertsson - ÍA
Karan Gurung - Leiknir R.
Alexander Máni Guðjónsson - Stjarnan
Ásbjörn Líndal Arnarsson - Þór
Einar Freyr Halldórsson - Þór
Sverrir Páll Ingason - Þór
Athugasemdir