Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo kominn með 90 mörk fyrir Al-Nassr
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði 90. mark sitt fyrir Al-Nassr í jafntefli gegn Al-Shabab í sádí arabísku deildinni í kvöld.

Al-Nassr lenti undir en Ronaldo kom liðinu yfir með marki seint í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Al-Shabab nældi í stig með marki í seinni hálfleik.

Sadio Mane var í byrjunarliðinu og Jhon Duran kom inn á sem varamaður en hann hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa skoraði fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum sínum.

Aleksandar Mitrovic tryggði Al-Hilal 2-0 sigur gegn Al-Fayha en Mohamed Kanno kom liðinu yfir eftir sendingu frá Ruben Neves. Þá gerði Al-Ahli 2-2 jafntefli gegn A-Khaleej en Ivan Toney og Riyad Mahrez voru meðal leikmanna í byrjunarliði Al-Ahli.

Al-Hilal er í 2. sæti deildarinnar með 54 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Al-Ittihad. Al-Nassr er í 4. sæti með 48 stig, jafn mörg stig og Al-Ahli sem er í 5. sæti.


Athugasemdir
banner
banner