Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu glæsimark Jóa Bjarna gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR skoraði sex mörk í sigrinum gegn ÍBV í gær. Liðin mættust í Lengjubikarnum á KR-velli.

Á samfélagsmiðlum KR í dag voru mörk liðsins birt. Þar á meðal var glæsimark Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem kom KR í 2-0 í fyrri hálfleik.

Jói skoraði á 32. mínútu með skoti við vítateigslínuna eftir sendingu frá Atla Sigurjónssyni. Jói lét vaða og boltinn fór af nærstönginni og í netið.

Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk í leiknum, Atli Sigurjónsson skoraði laglegt mark með hælnum, eitt markið var sjálfsmark og Stefán Árni Geirsson skoraði svo sjötta markið. Mörk KR má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner