Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Mikil barátta um alla deild
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er gríðarlega mikil spenna í spænska boltanum þetta tímabilið þar sem þrjú lið eru í harðri titilbaráttu og eru ennþá ellefu lið sem geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti á lokahnykk tímabilsins.

Deildin hefur sjaldan verið jafn jöfn og mætir topplið Barcelona til leiks annað kvöld, á heimavelli gegn Osasuna.

Fallbaráttulið Alavés og Valencia eiga heimaleiki gegn Villarreal og Real Valladolid á morgun, þar sem lærisveinar Carlos Corberán í liði Valencia munu freista þess að sigra gegn botnliðinu til að koma sér upp úr fallsæti.

Þrautin verður þyngri fyrir Alavés þar sem Villarreal er á góðri siglingu og í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Sunnudagurinn byrjar á nágrannaslag Getafe gegn Atlético Madrid, en Atlético er í öðru sæti einu stigi á eftir Barcelona. Eftir að þeim leik lýkur mæta Spánarmeistarar Real Madrid til leiks á heimavelli gegn Evrópubaráttuliði Rayo Vallecano.

Athletic Bilbao, sem voru óheppnir að tapa gegn Roma í miðri viku, taka á móti Mallorca í spennandi slag áður en Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad spila við Sevilla. Aðeins eitt stig skilur að á milli liðanna í baráttunni um Evrópusæti.

Espanyol mætir Girona í síðasta leik umferðarinnar sem fer fram á mánudagskvöldið.

Laugardagur
13:00 Celta - Leganes
15:15 Alaves - Villarreal
17:30 Valencia - Valladolid
20:00 Barcelona - Osasuna

Sunnudagur
13:00 Getafe - Atletico Madrid
15:15 Real Madrid - Vallecano
17:30 Athletic - Mallorca
17:30 Betis - Las Palmas
20:00 Real Sociedad - Sevilla

Mánudagur
20:00 Espanyol - Girona
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner
banner