Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Bo Henriksen að gera stórkostlega hluti með Mainz
Paul Nebel
Paul Nebel
Mynd: EPA
Bo Henriksen við hlið Hans Mathiesen.
Bo Henriksen við hlið Hans Mathiesen.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Borussia M. 1 - 3 Mainz
0-1 Paul Nebel ('39 )
0-2 Dominik Kohr ('49 )
1-2 Stefan Lainer ('73 )
1-3 Nadiem Amiri ('77 )

Mainz er komið upp í 3. sæti þýsku deildarinnar eftir sigur á Gladbach í kvöld. Þetta var fjórði sigur Mainz í röð í deildinni. Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur en Paul Nebel sá til þess að Mainz fór með forystu inn í búningsklefann.

Dominik Kohr bætti við öðru markinu snemma í seinni hálfleik þegar hann fylgdi á eftir eigin skalla að marki. Stefan Lainer minnkaði muninn eftir að Robin Zentner, markvörður Mainz, missti boltann út í teiginn.

Hann hefur verið mjög traustur að undanförnu en liðið hafði haldið hreinu í þremur af fjórum síðustu leikjunum. Það var síðan Nadiem Amiri sem innsiglaði sigur Mainz.

Daninn Bo Henriksen, fyrrum leikmaður Vals, ÍBV og Fram, er stjóri Mainz. Hann fundaði með KSÍ um landsliðsþjálfarastöðuna í vetur. Hann er að gera frábæra hluti með lið Mainz. Hann tók við sem stjóri Mainz á síðasta ári og er með liðið í Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner
banner