Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Toppliðin á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Borussia Mönchengladbach tekur á móti Mainz í hörkuslag í baráttunni um Meistaradeildarsæti í kvöld. Liðin eigast við í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild þýska boltans.

Mainz situr óvænt í fjórða sætinu sem stendur, fjórum stigum og sætum fyrir ofan Gladbach. Það er því hörð barátta um Evrópusæti í ár.

Ríkjandi meistarar Bayer Leverkusen taka á móti Werder Bremen á sama tíma og topplið FC Bayern fær fallbaráttulið Bochum í heimsókn á laugardaginn. FC Bayern er með átta stiga forystu á Leverkusen í titilbaráttunni þegar tíu umferðir eru eftir.

Borussia Dortmund er búið að sigra tvo leiki í röð og þarf helst þriðja sigurinn til að blanda sér aftur í baráttuna um Meistaradeildarsæti eftir slakt gengi undanfarna mánuði. Dortmund tekur á móti Augsburg á meðan Evrópubaráttulið Wolfsburg og Stuttgart spila við nýliða St. Pauli og Holstein Kiel sem eru í fallbaráttunni.

Stórleikur helgarinnar fer fram á morgun en hefst seinna, þegar Freiburg spilar við RB Leipzig. Það eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að í fimmta og sjötta sæti deildarinnar.

Eintracht Frankfurt er búið að tapa tveimur í röð og þarf sigur til að koma sér betur fyrir í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Frankfurt tekur á móti Union Berlin á sunnudaginn, áður en Hoffenheim mætir botnliði Heidenheim.

Föstudagur
19:30 Gladbach - Mainz

Laugardagur
14:30 Leverkusen - Werder
14:30 Bayern - Bochum
14:30 Dortmund - Augsburg
14:30 Wolfsburg - St. Pauli
14:30 Holstein Kiel - Stuttgart
17:30 Freiburg - RB Leipzig

Sunnudagur
14:30 Eintracht Frankfurt - Union Berlin
16:30 Hoffenheim - Heidenheim
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner