Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 07. apríl 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
De Bruyne var ekki með umboðsmann í viðræðunum
Kevin de Bruyne framlengdi í dag samning sinn við Manchester City til ársins 2025.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að De Bruyne hafi ekki verið með umboðsmann í samningaviðræðunum.

„Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft, ótrúlegt í nútíma fótbolta," sagði Romano.

Manchester City stefnir næst á að reyna að framlengja samninga við Raheem Sterling, Gabriel Jesus og Phil Foden.
Athugasemdir