Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 07. apríl 2022 14:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Glódís og Dagný leika báðar sinn 100. landsleik
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM klukkan 16.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Glódís og Dagný leika báðar sinn 100. leik fyrir A-landslið Íslands en RÚV tók þetta saman.

Glódís er aðeins 26 ára gömul en hefur leikið fyrir landsliðið síðan 2012. Dagný er 30 ára og spilaði fyrsta landsleikinn gegn Bandaríkjunum á Algarve-mótinu 2010.

Í leikjunum 99 hefur Dagný skorað 33 mörk, eða akkúrat mark í þriðja hverjum leik. Eftir leikinn í dag verða alls þrettán konur sem hafa spilað 100 landsleiki eða fleiri fyrir Ísland. Leikjahæst er Sara Björk Gunnarsdóttir með 136 leiki.
Athugasemdir
banner
banner