Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 07. apríl 2023 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svindkall í 3. flokki en samt alveg viðræðuhæfur.
Svindkall í 3. flokki en samt alveg viðræðuhæfur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sér um uppeldið á eyjunni.
Sér um uppeldið á eyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Númi stemningsmaður
Númi stemningsmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gæði
Gæði
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ágúst Orri er unglingalandsliðsmaður sem keyptur var til sænska félagsins Malmö í fyrra. Hann ákvað svo að snúa aftur til Breiðabliks eftir tímabilið 2022. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Blika tímabilið 2021.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem lék síðustu tuttugu mínúturnar þegar Blikar unnu Meistarakeppni KSÍ í vikunni. Hann var í U19 landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM í lok síðasta mánaðar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 1. sæti: Breiðablik

Fullt nafn: Ágúst Orri Þorsteinsson

Gælunafn: Gúlli

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2021 í Pepsi Max deildinni

Uppáhalds drykkur: Collab

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Toyota yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: brooklyn 99

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake er kóngurinn

Uppáhalds hlaðvarp: Fm95blö huge fan

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann Sigfússon

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Til hamingju með sigurinn

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: HK

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Lewis Hall

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef átt mjög góða þjálfara í gegnum ferilinn en ætli ég segi ekki Óskar Hrafn og Ólafur Ingi

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hilmir Rafn í 3. flokki var svindl

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Eden hazard

Sætasti sigurinn: 0-1 sigur á móti Englandi

Mestu vonbrigðin: tapa á móti fjölni í bikarúrslitum í 3. flokki

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óskar Örn Hauksson, það er geitin

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Daniel Tristan

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor karl

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sveindís

b>Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Alex Freyr

Uppáhalds staður á Íslandi: Kópavogur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar Róbert Laufdal gaf ekki boltann í 3. flokki einn á móti marki og þjalfarinn okkar öskraði á hann það var mjög fyndið

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já er mikill körfubolta aðdáandi og hef helvíti gaman af handbolta og pílu

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: stærðfræðin er hrikaleg

Vandræðalegasta augnablik: þegar ég hljóp á dómara í fyrri hálfleik í 3. flokki og hann haltraði allan seinni hálfleik

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka Arnór Svein til þess að passa að allt sé í fínum málum svo myndi ég taka Núma fyrir alvöru stemningu og Hilmi Rafn til þess að ræða málin og fíflast eitthvað

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er fáránlega góður í borðtennis

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Logi Hrafn, biluð gæði í þeim meistara

Hverju laugstu síðast: Að ég væri góður að elda

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: hlaupa án bolta er frekar þreytt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi líklegast spyrja Hazard af hverju fórstu í Real madrid
Athugasemdir
banner