Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   sun 07. apríl 2024 21:49
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll fékk rautt og mætti ekki í viðtal
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis fékk rautt spjald eftir að leik Fylkis og KR í 1. umferð Bestu deildarinnar lauk.

Rúnar hafði fengið gult fyrir mótmæli í leiknum og Jóhann Ingi Jónsson dómari lyfti svo upp rauða spjaldinu á miðjum vellinum eftir að flautað hafði verið til leiksloka.

Rúnar hafði greinilega einhverjar athugasemdir við störf dómarana í þessum bráðfjöruga leik sem endaði með sigri KR, 3-4 í Árbænum.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Eftir leikinn mætti Rúnar svo ekki í viðtöl við fjölmiðla heldur kom Olgeir Sigurgeirsson aðstoðarmaður hans.

Rúnar verður uppi í stúku í leikbanni þegar Fylkir heimsækir Val í 2. umferð eftir viku.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner