Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 07. maí 2021 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ótrúlega ánægðir með þetta og bara frábær frammistaða í dag fannst mér. Við vorum þéttir, skoruðum 3 mörk og fengum færi til að skora fleiri en við erum bara á skýjunum með þetta. Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik og við gerðum það.“ Sagði sigurreifur þjálfari Grindvíkinga við fréttaritara eftir 3-1 sigur Grindavíkur á liði ÍBV suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Sigurður Bjartur Hallsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann skoraði gott mark á upphafsmínútum leiksins og virtist óþreytandi í því að atast í varnarlínu ÍBV í leiknum. Sigurbjörn sagði um Sigurð.

„Siggi er gríðarlega öflugur leikmaður og það sem Siggi hefur líka er þetta hugarfar sem hann er með. Hann er með hugarfar sigurvegarans, hann mætir og vinnur sína vinnu alltaf og er bara að uppskera.“

Grindvíkingum var spáð 4.sæti deildarinnar fyrir mót hér á Fótbolti.net á meðan að ÍBV var spáð því efsta. Vildi Sigurbjörna meina að Grindavík væri að senda skilaboð út í deildina að þeir ætluðu að vera með í toppbaráttunni af fullri alvöru?

„Ég veit ekkert um það. Málið er að við erum eiginlega ekkert að bíta í okkur einhverjar spár. Ég sagði um daginn að það eru öll liðin góð í þessari deild og 7-8 lið sem geta verið spáð 1-2 sæti. En það breytir ekki neinu það hefur ekkert liðið unnið á einhverri spá.“

Það fer að líða að lokun félagaskiptagluggans. Eiga Grindvíkingar von á að bæta eitthvað við hópinn áður en að því kemur?

„Það kemur í ljós eins og maður hefur sagt. Við erum alveg að líta í kringum okkur en viljum vanda okkur. Það er einhverjir dagar eftir og það kæmi ekki á óvart þó það kæmi einhver,“

Sagði Sigurbjörn að lokum en sjá má allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner