Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 07. maí 2021 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ótrúlega ánægðir með þetta og bara frábær frammistaða í dag fannst mér. Við vorum þéttir, skoruðum 3 mörk og fengum færi til að skora fleiri en við erum bara á skýjunum með þetta. Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik og við gerðum það.“ Sagði sigurreifur þjálfari Grindvíkinga við fréttaritara eftir 3-1 sigur Grindavíkur á liði ÍBV suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Sigurður Bjartur Hallsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann skoraði gott mark á upphafsmínútum leiksins og virtist óþreytandi í því að atast í varnarlínu ÍBV í leiknum. Sigurbjörn sagði um Sigurð.

„Siggi er gríðarlega öflugur leikmaður og það sem Siggi hefur líka er þetta hugarfar sem hann er með. Hann er með hugarfar sigurvegarans, hann mætir og vinnur sína vinnu alltaf og er bara að uppskera.“

Grindvíkingum var spáð 4.sæti deildarinnar fyrir mót hér á Fótbolti.net á meðan að ÍBV var spáð því efsta. Vildi Sigurbjörna meina að Grindavík væri að senda skilaboð út í deildina að þeir ætluðu að vera með í toppbaráttunni af fullri alvöru?

„Ég veit ekkert um það. Málið er að við erum eiginlega ekkert að bíta í okkur einhverjar spár. Ég sagði um daginn að það eru öll liðin góð í þessari deild og 7-8 lið sem geta verið spáð 1-2 sæti. En það breytir ekki neinu það hefur ekkert liðið unnið á einhverri spá.“

Það fer að líða að lokun félagaskiptagluggans. Eiga Grindvíkingar von á að bæta eitthvað við hópinn áður en að því kemur?

„Það kemur í ljós eins og maður hefur sagt. Við erum alveg að líta í kringum okkur en viljum vanda okkur. Það er einhverjir dagar eftir og það kæmi ekki á óvart þó það kæmi einhver,“

Sagði Sigurbjörn að lokum en sjá má allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner