Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 07. maí 2021 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ótrúlega ánægðir með þetta og bara frábær frammistaða í dag fannst mér. Við vorum þéttir, skoruðum 3 mörk og fengum færi til að skora fleiri en við erum bara á skýjunum með þetta. Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik og við gerðum það.“ Sagði sigurreifur þjálfari Grindvíkinga við fréttaritara eftir 3-1 sigur Grindavíkur á liði ÍBV suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Sigurður Bjartur Hallsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann skoraði gott mark á upphafsmínútum leiksins og virtist óþreytandi í því að atast í varnarlínu ÍBV í leiknum. Sigurbjörn sagði um Sigurð.

„Siggi er gríðarlega öflugur leikmaður og það sem Siggi hefur líka er þetta hugarfar sem hann er með. Hann er með hugarfar sigurvegarans, hann mætir og vinnur sína vinnu alltaf og er bara að uppskera.“

Grindvíkingum var spáð 4.sæti deildarinnar fyrir mót hér á Fótbolti.net á meðan að ÍBV var spáð því efsta. Vildi Sigurbjörna meina að Grindavík væri að senda skilaboð út í deildina að þeir ætluðu að vera með í toppbaráttunni af fullri alvöru?

„Ég veit ekkert um það. Málið er að við erum eiginlega ekkert að bíta í okkur einhverjar spár. Ég sagði um daginn að það eru öll liðin góð í þessari deild og 7-8 lið sem geta verið spáð 1-2 sæti. En það breytir ekki neinu það hefur ekkert liðið unnið á einhverri spá.“

Það fer að líða að lokun félagaskiptagluggans. Eiga Grindvíkingar von á að bæta eitthvað við hópinn áður en að því kemur?

„Það kemur í ljós eins og maður hefur sagt. Við erum alveg að líta í kringum okkur en viljum vanda okkur. Það er einhverjir dagar eftir og það kæmi ekki á óvart þó það kæmi einhver,“

Sagði Sigurbjörn að lokum en sjá má allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner