Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fös 07. maí 2021 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ótrúlega ánægðir með þetta og bara frábær frammistaða í dag fannst mér. Við vorum þéttir, skoruðum 3 mörk og fengum færi til að skora fleiri en við erum bara á skýjunum með þetta. Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik og við gerðum það.“ Sagði sigurreifur þjálfari Grindvíkinga við fréttaritara eftir 3-1 sigur Grindavíkur á liði ÍBV suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Sigurður Bjartur Hallsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann skoraði gott mark á upphafsmínútum leiksins og virtist óþreytandi í því að atast í varnarlínu ÍBV í leiknum. Sigurbjörn sagði um Sigurð.

„Siggi er gríðarlega öflugur leikmaður og það sem Siggi hefur líka er þetta hugarfar sem hann er með. Hann er með hugarfar sigurvegarans, hann mætir og vinnur sína vinnu alltaf og er bara að uppskera.“

Grindvíkingum var spáð 4.sæti deildarinnar fyrir mót hér á Fótbolti.net á meðan að ÍBV var spáð því efsta. Vildi Sigurbjörna meina að Grindavík væri að senda skilaboð út í deildina að þeir ætluðu að vera með í toppbaráttunni af fullri alvöru?

„Ég veit ekkert um það. Málið er að við erum eiginlega ekkert að bíta í okkur einhverjar spár. Ég sagði um daginn að það eru öll liðin góð í þessari deild og 7-8 lið sem geta verið spáð 1-2 sæti. En það breytir ekki neinu það hefur ekkert liðið unnið á einhverri spá.“

Það fer að líða að lokun félagaskiptagluggans. Eiga Grindvíkingar von á að bæta eitthvað við hópinn áður en að því kemur?

„Það kemur í ljós eins og maður hefur sagt. Við erum alveg að líta í kringum okkur en viljum vanda okkur. Það er einhverjir dagar eftir og það kæmi ekki á óvart þó það kæmi einhver,“

Sagði Sigurbjörn að lokum en sjá má allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir