Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. maí 2022 15:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Mögnuð byrjun Blika og Ísaks á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA 1 - 5 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson ('3 )
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('7 )
0-3 Ísak Snær Þorvaldsson ('25 )
0-4 Dagur Dan Þórhallsson ('64 )
1-4 Viktor Örn Margeirsson ('77 , sjálfsmark)
1-5 Anton Logi Lúðvíksson ('87 )

Lestu um leikinn


ÍA fékk Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik dagsins í Bestu deildinni. Ísak Snær Þorvaldsson hefur farið vel af stað í ár en hann mætti ÍA í fyrsta sinn eftir að hafa komið frá félaginu til Blika í vetur.

Blikar byrjuðu af krafti en Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Davíð Ingvarssyni.

Blikar tvöfölduðu forystuna aðeins fjórum mínútum síðar en þar var að verki enginn annar en Ísak Snær. Hann skoraði í opið markið eftir tvær tilraunir frá samherjum sínum. Hann skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Blika. 3-0 í hálfleik.

Dagur Dan Þórhallsson kom inná sem varamaður snemma leiks fyrir Viktor Karl en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Blika í keppnisleik á 64. mínútu og kom liðinu í 4-0. Viktor Örn Margeirsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Anton Logi Lúðvíksson rak síðasta naglann í kistu Skagamanna með laglegu marki. 5-1 sigur Blika sem byrja sumarið ógnarsterkt.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner