Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. maí 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangnick vildi fá Díaz - Stjórnin sagði nei
Mynd: EPA

Ralf Rangnick bráðabirgðarstjóri Manchester United segir að stjórn félagsins hafi ekki viljað kaupa leikmenn í janúar. Hann hafi sjálfur viljað fá sóknarmann.


„Svarið á þeim tíma var nei, það er enginn leikmaður á markaðnum sem getur hjálpað okkur."

Það vekur athygli að hann nefnir þrjá leikmenn sem hann hafði áhuga á. Luis Díaz sem gekk til liðs við erkifjendur United í Liverpool frá Porto, Julian Alvarez sem Manchester City hefur tryggt sér frá River Plate og síðan Dusan Vlahovic sem gekk til liðs við Juventus frá Fiorentina.

„Luis Díaz, sem er núna hjá Liverpool, Julian Alvarez sem fer til Manchester City í sumar og Dusan Vlahovic sem var enn hjá Fiorentina þá. Þetta eru nöfn sem mér dettur í hug.

„Ég talaði við stjórnina og sagði við þá „ættum við ekki allavega að spjalla og sjá ef við getum fengið leikmann á láni eða til frambúðar?" en svarið var nei og þannig fór það. Kannski vildu þeir ekki kaupa neitt í janúar glugganum, það skiptir ekki máli, svarið var nei."


Athugasemdir
banner
banner
banner