Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. maí 2022 22:56
Brynjar Ingi Erluson
„Það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið fernuna"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Vonir Liverpool um að vinna fernuna í ár eru litlar eftir 1-1 jafnteflið gegn Tottenham á Anfield í kvöld en Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, ræddi það stuttlega eftir leikinn.

Liverpool hefur átt magnað tímabil og hefur þegar unnið einn bikar en það var í febrúar er deildabikarinn fór á loft eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni.

Liðið er einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og enska bikarsins ásamt því að vera í harðri titilbaráttu við City.

Leikjaálagið er mikið en Klopp segir það einmitt ástæðuna fyrir því að ekkert enskt lið hefur tekist að vinna fernuna.

,Þegar þú spilar við topplið þá þarftu smá heppni á mikilvægum augnablikum," sagði Klopp.

„Ég er ekki ánægður en þó ekki jafn sorgmæddur og leikmennirnir eru akkúrat núna og það er mitt starf að útskýra fyrir þeim af hverju svona hlutir geta gerst. Harry Kane og Son Heung-Min voru úthvíldir og þess vegna er þetta svona erfitt."

„Þeta er ástæðan fyrir því að það er erfitt að vinna fernuna og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur afrekað það,"
sagði hann ennfremur.

Klopp hrósaði bæði Tottenham og Conte eftir leik en benti á að Liverpool væri að spila á þriggja daga fresti á meðan Tottenham hafi fengið viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik og fengið næga hvíld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner