Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
banner
   fim 07. júní 2018 23:09
Arnar Daði Arnarsson
Hólmar: Vissi að Heimir væri að gæla við þetta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Gana í kvöld í hægri bakverðinum.

Það kom mörgum á óvart að Heimir Hallgrímsson skyldi stilla miðverðinum upp í bakverðinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Gana

„Ég held að hann hafi viljað sjá mig og prófa mig í bakverðinum. Ég hef spilað þarna áður þó svo að það séu þónokkur ár síðan. Þeir þurfa einhvern fyrir Birki Má og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það," sagði Hólmar og hélt áfram;

„Ég vissi að hann væri að gæla við þetta. Þetta kom mér svosem ekkert mikið á óvart. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera eins vel og ég get," sagði Hólmar sem segir að það sé rúmlega 2-3 ár síðan hann spilaði hægri bakvörðinn einu sinni með Rosenborg. Honum leið þó vel í stöðunni í kvöld.

„Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liðið miðað við oft og á mörgum öðrum stöðum þar sem þú færð mikla hjálp frá Jóa Berg, Kára og miðjumönnunum. Það er mikið cover í gangi og þér líður vel á vellinum."

Eftir að Ísland komst í 2-0 þá misstu íslenskaliðið forskotið niður í jafntefli 2-2 í seinni hálfleiknum.

„Við duttum alltof djúpt og leyfðum þeim að vera alltof mikið með boltann. Við hefðum átt að stíga fyrr í þá. Það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn í okkar eigin vítateig. Þá var erfitt að komast útúr pressunni," sagði Hólmar sem segir að uppleggið í seinni hálfleiknum hafi alls ekki verið það að bakka og verja forskotið.

„Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver þreyta eða eitthvað annað hafi verið að spila inn í."

Nú eru rúmlega einn sólarhringur þangað til íslenski hópurinn flýgur til Rússlands.

„Það verður í faðmi fjölskyldunnar og ég reyni að hitta alla nána. Síðan reyni ég að njóta tímans og stilla hugann þangað til maður fer út í fullan fókus."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner