Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 07. júní 2018 23:09
Arnar Daði Arnarsson
Hólmar: Vissi að Heimir væri að gæla við þetta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Gana í kvöld í hægri bakverðinum.

Það kom mörgum á óvart að Heimir Hallgrímsson skyldi stilla miðverðinum upp í bakverðinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Gana

„Ég held að hann hafi viljað sjá mig og prófa mig í bakverðinum. Ég hef spilað þarna áður þó svo að það séu þónokkur ár síðan. Þeir þurfa einhvern fyrir Birki Má og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það," sagði Hólmar og hélt áfram;

„Ég vissi að hann væri að gæla við þetta. Þetta kom mér svosem ekkert mikið á óvart. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera eins vel og ég get," sagði Hólmar sem segir að það sé rúmlega 2-3 ár síðan hann spilaði hægri bakvörðinn einu sinni með Rosenborg. Honum leið þó vel í stöðunni í kvöld.

„Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liðið miðað við oft og á mörgum öðrum stöðum þar sem þú færð mikla hjálp frá Jóa Berg, Kára og miðjumönnunum. Það er mikið cover í gangi og þér líður vel á vellinum."

Eftir að Ísland komst í 2-0 þá misstu íslenskaliðið forskotið niður í jafntefli 2-2 í seinni hálfleiknum.

„Við duttum alltof djúpt og leyfðum þeim að vera alltof mikið með boltann. Við hefðum átt að stíga fyrr í þá. Það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn í okkar eigin vítateig. Þá var erfitt að komast útúr pressunni," sagði Hólmar sem segir að uppleggið í seinni hálfleiknum hafi alls ekki verið það að bakka og verja forskotið.

„Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver þreyta eða eitthvað annað hafi verið að spila inn í."

Nú eru rúmlega einn sólarhringur þangað til íslenski hópurinn flýgur til Rússlands.

„Það verður í faðmi fjölskyldunnar og ég reyni að hitta alla nána. Síðan reyni ég að njóta tímans og stilla hugann þangað til maður fer út í fullan fókus."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner