Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   fim 07. júní 2018 23:09
Arnar Daði Arnarsson
Hólmar: Vissi að Heimir væri að gæla við þetta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Gana í kvöld í hægri bakverðinum.

Það kom mörgum á óvart að Heimir Hallgrímsson skyldi stilla miðverðinum upp í bakverðinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Gana

„Ég held að hann hafi viljað sjá mig og prófa mig í bakverðinum. Ég hef spilað þarna áður þó svo að það séu þónokkur ár síðan. Þeir þurfa einhvern fyrir Birki Má og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það," sagði Hólmar og hélt áfram;

„Ég vissi að hann væri að gæla við þetta. Þetta kom mér svosem ekkert mikið á óvart. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera eins vel og ég get," sagði Hólmar sem segir að það sé rúmlega 2-3 ár síðan hann spilaði hægri bakvörðinn einu sinni með Rosenborg. Honum leið þó vel í stöðunni í kvöld.

„Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liðið miðað við oft og á mörgum öðrum stöðum þar sem þú færð mikla hjálp frá Jóa Berg, Kára og miðjumönnunum. Það er mikið cover í gangi og þér líður vel á vellinum."

Eftir að Ísland komst í 2-0 þá misstu íslenskaliðið forskotið niður í jafntefli 2-2 í seinni hálfleiknum.

„Við duttum alltof djúpt og leyfðum þeim að vera alltof mikið með boltann. Við hefðum átt að stíga fyrr í þá. Það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn í okkar eigin vítateig. Þá var erfitt að komast útúr pressunni," sagði Hólmar sem segir að uppleggið í seinni hálfleiknum hafi alls ekki verið það að bakka og verja forskotið.

„Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver þreyta eða eitthvað annað hafi verið að spila inn í."

Nú eru rúmlega einn sólarhringur þangað til íslenski hópurinn flýgur til Rússlands.

„Það verður í faðmi fjölskyldunnar og ég reyni að hitta alla nána. Síðan reyni ég að njóta tímans og stilla hugann þangað til maður fer út í fullan fókus."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner