Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 07. júní 2018 23:09
Arnar Daði Arnarsson
Hólmar: Vissi að Heimir væri að gæla við þetta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Gana í kvöld í hægri bakverðinum.

Það kom mörgum á óvart að Heimir Hallgrímsson skyldi stilla miðverðinum upp í bakverðinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Gana

„Ég held að hann hafi viljað sjá mig og prófa mig í bakverðinum. Ég hef spilað þarna áður þó svo að það séu þónokkur ár síðan. Þeir þurfa einhvern fyrir Birki Má og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það," sagði Hólmar og hélt áfram;

„Ég vissi að hann væri að gæla við þetta. Þetta kom mér svosem ekkert mikið á óvart. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera eins vel og ég get," sagði Hólmar sem segir að það sé rúmlega 2-3 ár síðan hann spilaði hægri bakvörðinn einu sinni með Rosenborg. Honum leið þó vel í stöðunni í kvöld.

„Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liðið miðað við oft og á mörgum öðrum stöðum þar sem þú færð mikla hjálp frá Jóa Berg, Kára og miðjumönnunum. Það er mikið cover í gangi og þér líður vel á vellinum."

Eftir að Ísland komst í 2-0 þá misstu íslenskaliðið forskotið niður í jafntefli 2-2 í seinni hálfleiknum.

„Við duttum alltof djúpt og leyfðum þeim að vera alltof mikið með boltann. Við hefðum átt að stíga fyrr í þá. Það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn í okkar eigin vítateig. Þá var erfitt að komast útúr pressunni," sagði Hólmar sem segir að uppleggið í seinni hálfleiknum hafi alls ekki verið það að bakka og verja forskotið.

„Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver þreyta eða eitthvað annað hafi verið að spila inn í."

Nú eru rúmlega einn sólarhringur þangað til íslenski hópurinn flýgur til Rússlands.

„Það verður í faðmi fjölskyldunnar og ég reyni að hitta alla nána. Síðan reyni ég að njóta tímans og stilla hugann þangað til maður fer út í fullan fókus."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner