Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fim 07. júní 2018 23:09
Arnar Daði Arnarsson
Hólmar: Vissi að Heimir væri að gæla við þetta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Gana í kvöld í hægri bakverðinum.

Það kom mörgum á óvart að Heimir Hallgrímsson skyldi stilla miðverðinum upp í bakverðinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Gana

„Ég held að hann hafi viljað sjá mig og prófa mig í bakverðinum. Ég hef spilað þarna áður þó svo að það séu þónokkur ár síðan. Þeir þurfa einhvern fyrir Birki Má og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það," sagði Hólmar og hélt áfram;

„Ég vissi að hann væri að gæla við þetta. Þetta kom mér svosem ekkert mikið á óvart. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera eins vel og ég get," sagði Hólmar sem segir að það sé rúmlega 2-3 ár síðan hann spilaði hægri bakvörðinn einu sinni með Rosenborg. Honum leið þó vel í stöðunni í kvöld.

„Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liðið miðað við oft og á mörgum öðrum stöðum þar sem þú færð mikla hjálp frá Jóa Berg, Kára og miðjumönnunum. Það er mikið cover í gangi og þér líður vel á vellinum."

Eftir að Ísland komst í 2-0 þá misstu íslenskaliðið forskotið niður í jafntefli 2-2 í seinni hálfleiknum.

„Við duttum alltof djúpt og leyfðum þeim að vera alltof mikið með boltann. Við hefðum átt að stíga fyrr í þá. Það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn í okkar eigin vítateig. Þá var erfitt að komast útúr pressunni," sagði Hólmar sem segir að uppleggið í seinni hálfleiknum hafi alls ekki verið það að bakka og verja forskotið.

„Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver þreyta eða eitthvað annað hafi verið að spila inn í."

Nú eru rúmlega einn sólarhringur þangað til íslenski hópurinn flýgur til Rússlands.

„Það verður í faðmi fjölskyldunnar og ég reyni að hitta alla nána. Síðan reyni ég að njóta tímans og stilla hugann þangað til maður fer út í fullan fókus."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner