Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Abraham gekkst undir aðgerð
Mynd: Getty Images

Tammy Abraham framherji Roma hefur gengist undir aðgerð eftir að hafa slitið krossband í síðasta leik tímabilsins gegn Spezia um helgina.


Aðgerðin gekk vel en Roma hefur ekki sett dagsetningu á endurkomu framherjans. Fabrizio Romano greindi frá því að hann gæti verið frá út árið.

Þessi 25 ára gamli enski framherji var að klára sitt annað tímabil með Roma eftir komu sína frá Chelsea. Hann átti gott tímabil í fyrra þar sem hann skoraði 27 mörk í 53 leikjum en tímabilið í ár mikil vonbrgiði, aðeins 9 mörk í 54 leikjum.

Abraham hefur verið orðaður við endurkomu til Chelsea og einnig verið orðaður við Manchester United en ljóst er að hann fari ekkert í sumar sökum meiðslanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner