Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd til í að selja - Villa vill Tielemans
Powerade
Aston Villa vill Youri Tielemans.
Aston Villa vill Youri Tielemans.
Mynd: Getty Images
Aston Villa vill Aymeric Laporte.
Aston Villa vill Aymeric Laporte.
Mynd: Getty Images
Romeo Lavia.
Romeo Lavia.
Mynd: Getty Images
Timothy Weah í leik með Bandaríkjunum á HM.
Timothy Weah í leik með Bandaríkjunum á HM.
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn er kominn úr prentun. Það verður nóg að gerast á markaðnum í sumar. Tielemans, Laporte, Torres, Veiga, Maguire, Martial, Van de Beek og Havertz eru í pakkanum.

Manchester United mun skoða það að selja átta leikmenn í sumar; fyrirliðann Maguire, sóknarmanninn Anthony Martial (27), miðjumennina Fred (30) og Scott McTominay (26), markvörðinn Dean Henderson (26) og varnarmennina Alex Telles (30), Eric Bailly (29) og Brandon Williams (22). (Mirror)

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (26) mun skoða möguleika á því að yfirgefa Manchester United í sumar. (Fabrizio Romano)

Aston Villa vill fá belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (26) sem yfirgaf Leicester eftir fall liðsins. (Athletic)

Aston Villa hefur átt í viðræðum um kaup á spænsku varnarmönnunum Aymeric Laporte (29) og Pau Torres (26), hjá Manchester City og Villarreal. (90min)

Chelsea hefur slegist í hóp með Barcelona og Liverpool sem vilja fá Gabri Veiga (21), spænskan miðjumann Celta Vigo sem er með 34 milljóna punda riftunarákvæði. (Guardian)

Tottenham hefur áhuga á Harry Maguire (30), varnarmanni Manchester United. Félagið telur mögulegt að koma hans myndi auka líkurnar á því að Harry Kane yrði áfram. (Telegraph)

Real Madrid er tilbúið að gera tilboð í þýska sóknarleikmanninn Kai Havertz (23) hjá Chelsea ef félagið getur ekki fengið Harry Kane frá Tottenham. (Times)

Mike Maignan (27) gæti verið til í að yfirgefa AC Milan en Chelsea hefur áhuga á honum. Franski markvörðurinn er einn af fjórum leikmönnum sem eru óánægðir með brottrekstur Paolo Maldini. (Sun)

Arsenal mun í janúar endurnýja áhuga á spænska varnarmanninum Ivan Fresneda (18) en Real Valladolid féll úr La Liga. (Sun)

Nottingham Forest er í viðræðum um kaup á Dean Henderson (26), markverði Manchester United. Henderson var í Skírisskógi á lánssamningi. (90min)

Wilfried Zaha (30) hefur fengið risatilboð frá Al-Nassr í Sádi-Arabíu og gæti orðið liðsfélagi Cristiano Ronaldo. Atletico Madrid hefur líka áhuga á Fílabeinsstrendingnum en samningur hans við Crystal Palace er runninn út. (Sky Sports)

N'Golo Kante (32) býðst laun í Sádi-Arabíu sem gætu náð 86 milljónum punda á ári. Al-Ittihad og Al-Nassr vilja fá þennan franska miðjumann Chelsea. (Guardian)

Chelsea, Liverpool, Arsenal og Manchester City gætu öll gert tilboð í belgíska miðjumanninn Romeo Lavia (19) hjá Southampton. (Football Insider)

Manchester United hefur áhuga á þýska miðjumanninum Leon Goretzka (28) hjá Bayern München. Þýskalandsmeistararnir gætu selt hann til að fjármagna kaup á enska miðjumanninum Declan Rice (24) frá West Ham. (Sky Þýskalandi)

Timothy Weah (23), sóknarmaður Lille og bandaríska landsliðsins, gæti verið á leið til Juventus fyrir 8,6 milljónir punda. (Goal)

Brighton er að undirbúa endurbætt tilboð í kringum 40 milljónir punda í enska varnarmanninn Levi Colwill (20) hjá Chelsea. (Mail)

Chelsea og Borussia Dortmund hafa áhuga á senegalska varnarmanninum Mikayil Faye (18) sem spilar fyrir Kustosija í Króatíu. (Mail)

Brighton ætlar að biðja um meira en 70 milljónir punda fyrir ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (21) sem er á óskalistum Chelsea, Arsenal og Manchester United. (Telegraph)

Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski (34) hefur engar áætlanir um að yfirgefa Barcelona í sumar, þrátt fyrir að vera orðaður við Sádi-Arabíu. (Mundo Deportivo)

Ben Foster (40), fyrrum markvörður enska landsliðsins, mun skrifa undir nýjan samning hjá Wrexham. (TeamTalk)
Athugasemdir
banner
banner