Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   fös 07. júní 2024 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Nafn Bjarka rangt skrifað á treyju hans
Icelandair
Bjarki Steinn Bjarkason.
Bjarki Steinn Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason er óvænt í byrjunarliði Íslands gegn Englandi í vináttulandsleik í kvöld.

Bjarki kom inn í landsliðshópinn fyrir þetta verkefni eftir að hafa ekki verið lengi í honum. Hann er að spila sinn þriðja A-landsleik í kvöld.

Það er athyglisvert að eftirnafn Bjarka er skrifað vitlaust á treyju hans. Það er búið að bæta við 'R-i' í nafn hans á búningnum en eitthvað hefur farið úrskeiðis fyrir leikinn þegar nafn hans var sett á treyjuna.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af þessu.

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 1-0 fyrir Ísland en það var Jón Dagur Þorsteinsson sem skoraði markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner