Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 07. júlí 2020 22:37
Hulda Mýrdal
Ísabel: Koma okkur aftur í deild þeirra bestu
Kvenaboltinn
Ísabel í leik með Keflavík síðasta sumar
Ísabel í leik með Keflavík síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann Fjölni 4-0 í Grafarvoginum í kvöld í 4.umferð Lengjudeildarinnar.
Ísabel Jasmín átti góðan leik á miðjunni hjá Keflavík í kvöld og var sátt með sigurinn.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  4 Keflavík

„Ótrúlega stolt af stelpunum. Fannst við standa okkur ótrúlega vel. Bara clean sheet. Geggjað"

Fjölnir mætti í dag af mikilli hörku í leikinn „Þær voru ákveðnar frá fyrstu mínútu og alla leið út allan leikinn. Maður fékk ekki mikinn tíma á boltann og þurfi að vera búin að ákveða sig áður en maður fékk boltann í lappirnar."

„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Reynslan hjá okkur. Reyndir leikmenn inn á milli annars veit ég það ekki. " Ísabel var spurð að því hvað skildi liðin að í dag.

Keflavík mætti Tindastól fyrir nokkrum dögum síðan og gerði jafntefli 1-1 fyrir norðan. Ísabel fannst jafnteflið ekkert sitja í liðinu „Nei alls ekki. Við mætum bara með sama hugarfari í alla leiki, alveg sama með hvaða liði við erum að mæta. Það er enginn leikur gefins í þessari deild"

Nánar er rætt við Ísabel um markmiðin hjá Keflavík og framhaldið í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner