Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Darlington í undanúrslitin á EM: Hvor hefur betur í kvöld?
Schmeichel ver mark Dana
Schmeichel ver mark Dana
Mynd: EPA
Pickford ver mark Englendinga
Pickford ver mark Englendinga
Mynd: EPA
Jordan Pickford og Kasper Schmeichel munu verja mörk sinna liða þegar England og Danmörk mætast á Wembley í undanúrslitum EM alls staðar í kvöld.

Þeir eiga eitt sameiginlegt og það er að hafa hafið sinn feril með því að fara á lán til Darlington í norður Englandi.

Þeir spiluðu báðir sína fyrstu meistaraflokksleiki með Darlington en leika í dag með Everton (Pickford) annars vegar og Leicester (Schmeichel) hins vegar.

Schmeichel fór á láni til Darlington árið 2006 þegar Darlington lenti í meiðslum með markvörð sinn. Schmeichel var þá að spila með varaliði Manchester City en kom inn í liðið hjá Darlington sem þá var í D-deild, League Two. Schmeichel lék fjóra leiki með Darlington og var maður leiksins í þremur þeirra.

Pickford var sautján ára gamall árið 2012 þegar Darlington fékk hann á láni í utandeildina frá Sunderland. Darlington var í fjárhagsörðugleikum og gekk illa á þessum tíma. Hann skrifaði undir eins mánaðar lánssamning en sá samningur var svo framlengdur um tvo mánuði.

Pickford byrjaði ekki vel hjá Darlington og gaf víti í öðrum leik sínum með Darlington og átti slaka sendingu sem gaf mark skömmu síðar í leiknum. Pickford lék sautján leiki og töpuðust ellefu þeirra og sex enduðu með jafntefli.

Pickford er 27 ára gamall og Schmeichel er 34 ára. Smelltu hér til að lesa grein Daily Mail um markverðina og tímann hjá Darlington.

Sjá einnig:
Schmeichel: „Hefur hann einhvern tímann komið heim?"
Athugasemdir
banner
banner