Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   þri 07. ágúst 2018 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Alexander hetja Breiðabliks gegn KR
Frábær í Inkasso og gerir þetta í fyrsta leik með Blikum
Blikar fagna sigurmarkinu frá Alexander Helga í kvöld.  Hann var að spila sinn fyrsta leik með Breiðablik í sumar. Hann var á láni hjá Víkingi Ólafsvík fyrri hluta sumars.
Blikar fagna sigurmarkinu frá Alexander Helga í kvöld. Hann var að spila sinn fyrsta leik með Breiðablik í sumar. Hann var á láni hjá Víkingi Ólafsvík fyrri hluta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru komnir á topp deildarinnar.
Blikar eru komnir á topp deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 0 KR
1-0 Alexander Helgi Sigurðarson ('70 )

Breiðablik og KR mættust í eina leik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var á Kópavogsvelli.

Mark eða ekki mark?
Fyrri hálfleikurinn var rólegur fyrir utan atvik sem gerðist á áttundu mínútu þegar Óskar Örn Hauksson átti skot langt utan af velli. Gunnleifur í marki Breiðabliks lenti í basli og spurning var hvort boltinn hefði farið inn.

Dómaratríóið dæmdi ekki mark og voru KR-ingar bálreiðir ekki sáttir með það.

Alexander kemur ferskur úr Inkasso-deildinni
Staðan var markalaus að fyrri hálfleiknum loknum. Seinni hálfleikur byrjaði rólega eins og sá fyrri var, en hægt og bítandi bættist meiri kraftur og spenna í leikinn.

Bæði lið voru að ógna en á 70. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins. Það gerði Alexander Helgi Sigurðarson fyrir Breiðablik. „Eftir innkast fær Alexander boltann fyrir utan og fer bara í skotið sem fer í fjærhornið og Blikar komnir yfir! Ég set spurningamerki við Beiti í markinu en tökum ekkert af Alexander, draumabyrjun hjá honum!" skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Alexander hafði komið inn á sem varamaður stuttu áður. Þetta var hans fyrsti leikur í Pepsi-deildinni í sumar en hann var í láni hjá Víkingi Ólafsvík fyrr í sumar þar sem hann spilaði mjög vel. Hann kemur ferskur inn hjá Blikum.


Hvað þýða þessi úrslit?
Breiðablik er komið á toppinn, með tveimur stigum meira en Valur og þremur stigum meira en Stjarnan. Valur og Stjarnan áttu að mætast í þessari umferð en þeim leik hefur verið frestað.

KR er í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum frá toppnum, fimm stigum frá Evrópusæti eins og er.
Athugasemdir
banner
banner