Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 07. ágúst 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Leverkusen: Havertz er klár strákur
Kai Havertz
Kai Havertz
Mynd: Getty Images
Peter Bosz, þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi, segist ekki hafa mikla áhyggjur af Kai Havertz og hugarástandi hans en hann hefur verið orðaður við Chelsea síðustu vikur.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur sýnt mikinn áhuga á að fá Havertz frá Leverkusen en ljóst er að samkeppnin er minni eftir að Bayern München ákvað að draga sig úr baráttunni.

Leverkusen fór áfram í Evrópudeildinni í gær með Havertz innanborðs og mætir liðið Inter í 8-liða úrslitum en Bosz hefur engar áhyggjur af honum.

„Við erum allir að fylgjast náið með þessu. Það komu 20 beiðnir til Leverkusen um að koma í viðtal eftir leik og 18 fjölmiðlar vildu ræða við Havertz. Við verðum að passa að hann fari ekki 18 sinnum í viðtal," sagði Bosz.

„Hann er magnaður leikmaður en þeir geta líka átt slæman dag. Ef við töpum þá er hann alltaf fyrsti maður sem fólkið gagnrýnir, þó svo hann hafi ekki spilað illa."

„Ég tala oft við hann og útskýri fyrir honum hvernig ég sá leikinn og svo eru leikir eins og gegn Herthu Berlín þar sem stuðningsmenn flautuðu á hann þegar honum var skipt af velli. Ég sagði við hann að kannski lærði hann mest af þeim leik því hann var ekkert spes í honum."

„Kai er samt klár strákur og hann veit hvernig heimurinn virkar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner