Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 07. ágúst 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ég er svo blindur á hann að hann má eiginlega gera það sem hann vill fyrir mér"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Bræðurnir myndu fyrirgefa Ronaldo ef hann ákveður að yfirgefa United
Bræðurnir myndu fyrirgefa Ronaldo ef hann ákveður að yfirgefa United
Mynd: Getty Images
Portúgalska sóknarmanninum Cristiano Ronaldo yrði fyrirgefið ef hann myndi yfirgefa Manchester United í sumar en þetta segja bræðurnir, Hallgrímur Mar og Hannar Björn Steingrímssynir, í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn.

Ronaldo hefur reynt að komast frá United í sumar en hann hefur verið orðaður við fjölmörg félög í Evrópuboltanum.

Bayern München, Roma, Sporting og Borussia Dortmund eru meðal þeirra liða sem hafa verið orðuð við hann, en Ronaldo ákvað að mæta ekki með United í æfingaferð til Ástralíu og Taílands í síðasta mánuði.

Hann er mættur aftur til æfinga hjá United og mun líklega byrja tímabilið með liðinu en Hallgrímur og Hrannar myndu fyrirgefa honum það ef hann færi í sumar.

„Ég er svo blindur á hann að hann má eiginlega gera sem hann vill fyrir mér. Ég held að það séu flestir sem skilja þetta, því hann er svo 'obsessed' af Meistaradeildinni og vill spila þar. Ég held að Messi sé 15 mörkum á eftir honum og hann vill ekki að hann nái honum."

„Ég skil hann að einhverju leiti að hann vilji spila í Meistaradeildinni og halda þessum metum sínum. Hann hefur alveg unnið sér það inn að gera það sem hann vill. Ég mun alveg fyrirgefa honum ef hann fer en ég vil alveg halda honum,"
sagði Hallgrímur Mar en bróðir hans var sammála hverju einasta orði.

„Ég er eiginlega sammála hverju einasta orði sem Grímsi segir. Ég er ekkert minna blindur á Ronaldo en Grímsi. Hann er náttúrlega bara það klikkaður að hann getur ekki ímyndað sér tímabil án þess að vera í Meistaradeildinni. Öll þessi met sem hann á og vill halda þeim og ég skil hann alveg," sagði Hrannar Björn.

„Ég mun ekki erfa það við hann í eina sekúndu ef hann fer frá United. Þetta væri öðruvísi ef United væri í Meistaradeildinni og hann væri með leiðindi að vilja fara, en hans vegna vona ég að hann fari og ég væri til að sjá hann í Dortmund. Það væri geggjað."

„Haaland er auðvitað farinn þaðan og þeir fengu Sebastien Haller frá Ajax, en það voru hræðilegar fréttir með hann. Þá vantar framherja og hann var lauslega orðaður við þá um daginn en veit ekki hversu traustvekjandi það var en ég væri mikið til að sjá hann þar og bara í Bundesligunni. Fái all vega sex leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili og það væri geggjað fyrir hann."

Hallgrímur skilur Ronaldo sem er jú auðvitað heltekinn af því að spila í Meistaradeild Evrópu.

„Ég held ekki. Mér myndi finnast það skrítið. Ég væri til að Bayern myndi taka hann en djöfullinn að þeir vilja hann ekki. Þá væri séns að vinna Meistaradeildina. Hann er ekkert að spá í að fara í eitthvað lið og vinna titilinn í því landi. Honum er skítsama um það örugglega og búinn að vinna nóg af svoleiðis rugli. Kannski að vinna Meistaradeildina einu sinni enn og þá að sjálfsögðu bætir hann metið eins og við töluðum um áðan," sagði Hallgrímur svo í lokin.
Enski boltinn - Bergmann bræður rýna í Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner