sun 07. ágúst 2022 15:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Manchester United spilaði eins og Evrópudeildarlið"
Mynd: Getty Images

Manchester United tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Erik ten Hag. Hann er fyrsti stjóri liðsins til að tapa sínum fyrsta leik síðan Louis van Gaal gerði það árið 2014.


Leiknum lauk með 2-1 sigri Brighton en Pascal Gross skoraði bæði mörkin. Þá varð Alexis MacAllister fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Samuel Luckhurst blaðamaður á Manchester Evening News var ekki sáttur og sagði m.a. í Twitter færslu sinni eftir leikinn að liðið sé ekki nógu gott til að ná Meistaradeildarsæti.

Liðið mun leika í Evrópudeildinni á þessari leiktíð eftir að hafa lent í 6. sæti á síðustu leiktíð. United var ansi nálægt því að enda í 7. sæti sem hefði þýtt að liðið myndi spila í Sambandsdeildinni á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner