Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 07. september 2024 20:15
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Kvenaboltinn
<b>Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.</b>
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Skrítin tilfinning, mér fannst við vera frábær en við augljóslega töpuðum leiknum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Sporting er besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari og þær hreyfðu boltann mjög vel. Við vorum góðar varnalega séð og það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang og hafa þessa trú með boltann þá sérstaklega. Í seinni hálfleik hreyfðum við okkur, fundum okkur pláss og sköpuðum okkur færi, en við gátum ekki skorað mark,''

Í lok seinni hálfleiks brýtur Hannah á Samantha þegar hún var kominn langt frá markinu sínu. Í staðinn fyrir að spjalla við línuvörðin, fer Deborah beint í vasan sinn og gefur Hannah gult spjald. 

„Leikurinn breytist þegar dómarinn sendir ekki markvörðin útaf fyrir að taka niður okkar fremsta leikmann. Þau hefðu þá verið komin niður í tíu manns þegar við erum að tapa með einu marki, það hefði verið góður möguleiki fyrir okkur að komast í framlengingu. Dómarin vildi meina að það voru tveir aðrir varnamenn sem voru þarna, en hún var mjög fljót með þessa ákvörðun ánn þess að tala við neinn,''

„Þetta eru ellefu hágæða leikmenn sem maður er að spila á móti með þrettán manns á bekknum sem geta verið skipt inná. Þetta var alvöru áskorun. Þetta er vonandi ekki seinasta áskorun sem ég fæ að lenda í með þessum klúbbi,''

Nik var í heildinni mjög ánægður með frammistöðu sína leikmenn í dag þrátt fyrir tap.

„Stelpurnar voru frábærar, við þurfum bara að halda áfram með þessar frammistöður fyrir seinustu fjóra leiki og vinna deildinna.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan


Athugasemdir
banner