Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   lau 07. september 2024 20:15
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
<b>Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.</b>
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Skrítin tilfinning, mér fannst við vera frábær en við augljóslega töpuðum leiknum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Sporting er besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari og þær hreyfðu boltann mjög vel. Við vorum góðar varnalega séð og það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang og hafa þessa trú með boltann þá sérstaklega. Í seinni hálfleik hreyfðum við okkur, fundum okkur pláss og sköpuðum okkur færi, en við gátum ekki skorað mark,''

Í lok seinni hálfleiks brýtur Hannah á Samantha þegar hún var kominn langt frá markinu sínu. Í staðinn fyrir að spjalla við línuvörðin, fer Deborah beint í vasan sinn og gefur Hannah gult spjald. 

„Leikurinn breytist þegar dómarinn sendir ekki markvörðin útaf fyrir að taka niður okkar fremsta leikmann. Þau hefðu þá verið komin niður í tíu manns þegar við erum að tapa með einu marki, það hefði verið góður möguleiki fyrir okkur að komast í framlengingu. Dómarin vildi meina að það voru tveir aðrir varnamenn sem voru þarna, en hún var mjög fljót með þessa ákvörðun ánn þess að tala við neinn,''

„Þetta eru ellefu hágæða leikmenn sem maður er að spila á móti með þrettán manns á bekknum sem geta verið skipt inná. Þetta var alvöru áskorun. Þetta er vonandi ekki seinasta áskorun sem ég fæ að lenda í með þessum klúbbi,''

Nik var í heildinni mjög ánægður með frammistöðu sína leikmenn í dag þrátt fyrir tap.

„Stelpurnar voru frábærar, við þurfum bara að halda áfram með þessar frammistöður fyrir seinustu fjóra leiki og vinna deildinna.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner