PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   lau 07. september 2024 20:15
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
<b>Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.</b>
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Skrítin tilfinning, mér fannst við vera frábær en við augljóslega töpuðum leiknum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Sporting er besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari og þær hreyfðu boltann mjög vel. Við vorum góðar varnalega séð og það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang og hafa þessa trú með boltann þá sérstaklega. Í seinni hálfleik hreyfðum við okkur, fundum okkur pláss og sköpuðum okkur færi, en við gátum ekki skorað mark,''

Í lok seinni hálfleiks brýtur Hannah á Samantha þegar hún var kominn langt frá markinu sínu. Í staðinn fyrir að spjalla við línuvörðin, fer Deborah beint í vasan sinn og gefur Hannah gult spjald. 

„Leikurinn breytist þegar dómarinn sendir ekki markvörðin útaf fyrir að taka niður okkar fremsta leikmann. Þau hefðu þá verið komin niður í tíu manns þegar við erum að tapa með einu marki, það hefði verið góður möguleiki fyrir okkur að komast í framlengingu. Dómarin vildi meina að það voru tveir aðrir varnamenn sem voru þarna, en hún var mjög fljót með þessa ákvörðun ánn þess að tala við neinn,''

„Þetta eru ellefu hágæða leikmenn sem maður er að spila á móti með þrettán manns á bekknum sem geta verið skipt inná. Þetta var alvöru áskorun. Þetta er vonandi ekki seinasta áskorun sem ég fæ að lenda í með þessum klúbbi,''

Nik var í heildinni mjög ánægður með frammistöðu sína leikmenn í dag þrátt fyrir tap.

„Stelpurnar voru frábærar, við þurfum bara að halda áfram með þessar frammistöður fyrir seinustu fjóra leiki og vinna deildinna.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner