Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. nóvember 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn: Mikael valinn - Emil ekki
Icelandair
Mikael Neville Anderson er í hópnum.
Mikael Neville Anderson er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson er ekki í hópnum.  Hér er hann í leiknum gegn Andorra í síðasta mánuði.
Emil Hallfreðsson er ekki í hópnum. Hér er hann í leiknum gegn Andorra í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson dettur út.
Birkir Már Sævarsson dettur út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, tilkynnti rétt í þessu hópinn fyrir komandi leiki gegn Tyrklandi og Moldavíu. Ísland mætir Tyrklandi í Istanbul eftir viku og Moldóvu sunnudaginn 17. nóvember.

Mikael Neville Anderson er í fyrsta skipti í hóp í mótsleik. Mikael lék vináttuleik með Íslandi gegn Indónesíu í janúar 2018 en hann hefur verið að gera góða hluti með U21 liði Íslands í síðustu leikjum. Mikael hefur einnig spilað vel með toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Emil Hallfreðsson er ekki í hópnum en hann er ennþá án félags. Emil hefur verið í síðustu hópum en hann spilaði 20 mínútur í síðasta leik gegn Andorra. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Vals, dettur einnig úr hópnum.

Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Albert Guðmundsson eru allir á meiðslalistanum. Aron Elís Þrándarson, miðjumaður Álasund, heldur sæti sínu en hann var kallaður inn í síðasta hóp vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon snýr aftur eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla og Rúnar Alex Rúnarsson kemur líka aftur inn eftir að hafa misst af síðasta verkefni þar sem unnusta hans átti von á barni.

Rúnar Már Sigurjónsson meiddist gegn Frökkum í síðasta mánuði en hann er að koma til baka og hann er í hópnum fyrir komandi leiki.

Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

Markverðir:
Hannes Halldórsson - Valur
Rúnar Alex Rúnarsson - Dijon
Ögmundur Kristinsson - Larissa

Varnarmenn:
Ari Freyr Skúlason - Oostende
Hörður B. Magnússon - CSKA Moskva
Ragnar Sigurðsson - Rostov
Kári Árnason - Víkingur
Hjörtur Hermannsson - Bröndby
Sverrir Ingi Ingason - PAOK
Jón Guðni Fjóluson - Krasnodar
Guðlaugur Victor Pálsson - Darmstadt

Miðjumenn:
Gylfi Þór Sigurðsson - Everton
Birkir Bjarnason - Al Arabi
Arnór Sigurðsson - CSKA Moskva
Rúnar Már Sigurjónsson - Astana
Arnór Ingvi Traustason - Malmö
Samúel Kári Friðjónsson - Valerenga
Mikael Neville Anderson - Midtjylland
Aron Elís Þrándarson - Álasund

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason - Augsburg
Viðar Örn Kjartansson - Rubin Kazan
Kolbeinn Sigþórsson - AIK
Jón Daði Böðvarsson - Millwall

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner