Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   þri 02. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ármann Davíðs aðstoðar Todor fyrir austan
Mynd: Höttur
Ármann Davíðsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Hetti en Todor Hristov tók við liðinu fyrr í sumar. Liðið spilar í 3. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr 2. deild siðasta sumar.

Ármann mun þá einnig vera aðalþjálfarii Spyrnis sem hafnaði í 4. sæti í 5. deild síðasta sumar.

Tilkynning Hattar

Í dag gekk Ármann Davíðsson frá samkomulagi um að taka að sér aðstoðarþjálfarastarf Hattar og aðalþjálfarastarf Spyrnis.

Ármann sem kemur í gegnum yngri flokka starfið hefur undanfarin ár þjálfað í yngri flokkum við góðan orðstír auk þess að spila með Spyrni.

Með þessari ráðningu tekst að tengja enn betur saman lið Hattar og Spyrnis með því að sami þjálfari starfi að þjálfun beggja liða.

Eitt af markmiðum félagsins er ekki einungis að búa til leikmenn til framtíðar heldur einnig þjálfara og væntum við þess að Ármann vaxi í starfi og að aðdáendur taki vel á móti honum!



Athugasemdir
banner