Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 02. desember 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Thomas Frank undir mikilli pressu - Andri Lucas í eldlínunni
Mynd: EPA
Þétta desember dagskráin er hafin í enska boltanum en það er spilað í deildinni næstu þrjá daga en umferðin hefst á þremur leikjum í kvöld.

Man City hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum leikjum en liðið vann dramatískan sigur gegn Leeds um helgina. Liðið heimsækir Fulham í kvöld.

Bournemouth og Everton mætast en bæði lið eru særð eftir úrslit helgarinnar.

Newcastle fær Tottenham í heimsókn. Thomas Frank er undir mikilli pressu en Tottenham hefur spilað illa á tímabilinu og átti mjög erfitt uppdráttar um helgina þegar liðið tapaði gegn Fulham.

Andri Lucas Guðjohnsen er sjóðandi heitur með Blackburn í Championship deildinni en liðið mætir Ipswich í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu sjö leikjum.

þriðjudagur 2. desember

ENGLAND: Premier League
19:30 Fulham - Man City
19:30 Bournemouth - Everton
20:15 Newcastle - Tottenham

ENGLAND: Championship
19:45 Blackburn - Ipswich Town
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner