Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 01. desember 2025 15:34
Elvar Geir Magnússon
Mount: Verðum að gera alvöru atlögu að Meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
Mason Mount, miðjumaður Manchester United, segir að liðið verði að láta sigurinn gegn Crystal Palace telja. Mount skoraði sigurmarkið á Selhurst Park og skaut United upp í sjöunda sæti, þremur stigum frá hans fyrrum félagi Chelsea sem er í þriðja sæti.

„Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur en mér finnst við vera komnir á mun betri stað, ekki bara ég persónulega heldur liðið sem heild. Við þurfum að byggja ofan á það og vinna fleiri leiki," segir Mount.

„Það voru erfið úrslit gegn Everton en nú verðum við að gefa í og gera alvöru atlögu að því að enda í topp fjórum."

„Liðið sýndi karakter gegn Palace með því að koma til baka. Það gaf mér mikið að hitta á markið og skora, og það sem er mikilvægast að liðið fékk þrjú stig. Það var mjög jákvætt að ná 90 mínútum undir beltið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner