Moises Caicedo fékk rauða spjaldið í 1-1 jafntefli Chelsea og Arsenal í gær. Chelsea hefur fengið sex rauð spjöld í 20 leikjum í öllum keppnum og fjögur af þeim hafa komið í úrvalsdeildinni.
Sunderland og Queens Park Rangers eiga saman metið en þau fengu alls níu rauð spjöld í 38 umferðum 2009/10 og 2011/12 tímabilin.
Chelsea fær nú að meðaltali rautt á 3,3 leikja fresti, svo með sama áframhaldi þá endar liðið með tólf rauð spjöld.
Fyrir tveimur tímabilum sló Chelsea met yfir flest gul spjöld á tímabili en þá fékk liðið alls 105 áminningar.
Athugasemdir




