Vignir Snær Stefánsson hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Vals. Hann verður aðstoðarþjálfari og yfir þjálfari í 2. flokki félagsins. Þá mun hann sinna lykilhlutverki sem „Transition Coach“ milli 2. flokks og meistaraflokks karla.
Vignir er með UEFA A þjálfaragráðu, meistarapróf í íþróttavísindum og BS í næringarfræði. Hann hefur meðal annars starfað með meistaraflokkum kvenna hjá Gróttu, KR og Stjörnunni. Hann var síðast hjá Vestra síðasta sumar.
Vignir er fæddur árið 1996 en hann spilaði með Víkingi Ólafsvík og Þór á sínum fótboltaferli.
Vignir er með UEFA A þjálfaragráðu, meistarapróf í íþróttavísindum og BS í næringarfræði. Hann hefur meðal annars starfað með meistaraflokkum kvenna hjá Gróttu, KR og Stjörnunni. Hann var síðast hjá Vestra síðasta sumar.
Vignir er fæddur árið 1996 en hann spilaði með Víkingi Ólafsvík og Þór á sínum fótboltaferli.
„Að ganga til liðs við Vestra í janúar var mikil rússíbanareið – með hápunktum, lágpunktum og lærdómi sem ég mun taka með mér áfram. Við unnum bikarinn, vorum 20 af 22 umferðum í efri hlutanum og fengum á okkur fæst mörk fram á lokasprettinn. Eftir deildarskiptingu féll frammistaðan og liðið leit ekki út fyrir að vera það sama. Fótboltinn er harður; það er ekkert svigrúm fyrir það sem var – allt snýst um núið, og ef þú missir fókusinn þá getur framtíðin runnið úr höndum þér. Ég er afar spenntur fyrir því að koma og vinna með ykkur í Val þar sem ég hlúa vel að leikmönnum framtíðarinnar," sagði Vignir.
„Vignir mun gegna lykilhlutverki í að tryggja að meistaraflokkur Vals og efnilegustu U19 leikmenn félagsins séu fullkomlega undirbúnir fyrir nútímann og framtíðina. Djúp þekking hans á leiknum, ásamt reynslu hans af þjálfun, gera hann að framúrskarandi einstaklingi í þetta mikilvæga hlutverk. Vignir er frábær maður, þjálfari og fagmanneskja, og við hlökkum öll til að sjá hann móta með okkur næsta kafla í sögu Vals," sagði Gareth Owen, tæknilegur yfirmaður Vals.
Athugasemdir



