Breiðablik náði í frábært stig gegn tyrkneska liðinu Samsunspor í Sambandsdeildinni í vikunni.
Samsunspor fékk tækifæri til að komast aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Alanyaspor í heimsókn í tyrknesku deildinni í kvöld. Logi Tómasson var á sínum stað í byrjunarliði Samsunspor.
Samsunspor fékk tækifæri til að komast aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Alanyaspor í heimsókn í tyrknesku deildinni í kvöld. Logi Tómasson var á sínum stað í byrjunarliði Samsunspor.
Samsunspor var með 1-0 forystu í hálfleik og það stefndi í sigur en Guven Yalcin laumaði sér framhjá Loga og komst í gegn og jafnaði metin í uppbótatíma. Samsunspor missti mann af velli með rautt spjald í blálokin.
Samsunspor er í 5. sæti með 25 stig eftir 14 umferðir.
Daníel Freyr Kristjánsson spilaði 67 mínútur þegar Fredericia vann frábæran 3-1 sigur gegn Bröndby í efstu deild í Danmörku. Liðið er í næst neðsta sæti með 14 stig eftir 17 umferðir en Bröndby er í 3. sæti sex stigum á eftir toppliði AGF.
Athugasemdir


