Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mán 01. desember 2025 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu atvikið: Antony ögraði stuðningsmönnum í grannaslagnum
Mynd: EPA
Antony, leikmaður Real Betis, var í banni þegar Betis og Sevilla mættust í grannaslag í spænsku deildinni um helgina. Hann var í banni eftir að hafa verið rekinn af velli í 1-1 jafntefli gegn Girona um síðustu helgi.

Hann kom sér hins vegar í fréttirnar eftir leikinn gegn Sevilla þar sem hann ögraði stuðningsmönnum liðsins.

Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni fyrir ofan stuðningsmenn Sevilla. Hann ögraði þeim þegar Betis skoraði og stuðningsmennirnir köstuðu allskonar aðskotahlutum í áttina að honum.

Betis vann leikinn 2-0 og Isaac Romero, leikmaður Sevilla var rekinn af velli undir lokin.


Athugasemdir
banner