Sonia Bermudez, þjálfari spænska kvennalandsliðsins, segir að liðið sé ákveðið í að vinna Þjóðadeildina fyrir lykilmann liðsins sem fótbrotnaði á æfingu liðsins í gær. Spánn er ríkjandi Þjóðadeildarmeistari.
Aitana Bonmatí, sem á 83 landsleiki fyrir Spán, lenti illa á æfingunni með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði.
Spánn er að búa sig undir að mæta Þýskalandi í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á morgun. Bonmatí lék í 77 mínútur í fyrri leiknum á föstudaginn, sem endaði 0-0 í Kaiserslautern.
Aitana Bonmatí, sem á 83 landsleiki fyrir Spán, lenti illa á æfingunni með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði.
Spánn er að búa sig undir að mæta Þýskalandi í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á morgun. Bonmatí lék í 77 mínútur í fyrri leiknum á föstudaginn, sem endaði 0-0 í Kaiserslautern.
Bonmatí varð fyrr á árinu fyrsti leikmaðurinn til að vinna Ballon d'Or gullbolta kvenna í þriðja sinn. Hún vann alla spænska titla sem hægt er með Barcelona og komst í úrslitaleik EM með spænska landsliðinu. Þá valdi UEFA hana leikmann ársins í Meistaradeild kvenna.
Spánn er með Íslandi í riðli í undankeppni HM en liðin mætast á Spáni í byrjun mars. Óvíst er hvort Bonmatí verði búin að ná sér fyrir þann leik.
Athugasemdir





