Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guti hjá Almeria: Ekki kalla mig Guti
Jose Maria Gutierrez
Jose Maria Gutierrez
Mynd: Getty Images
Jose Maria Gutierrez, betur þekktur sem Guti, tók við Almeria í byrjun nóvember og hefur farið vel af stað með liðið sem er í toppbaráttu spænsku B-deildarinnar.

Guti gerði garðinn frægan sem leikmaður Real Madrid og var hjá félaginu nánast allan ferilinn, allt þar til 2010 þegar hann skipti yfir til Tyrklands og lauk ferlinum með Besiktas.

Spænskir fréttamenn hafa verið að kalla þjálfarann Guti á fréttamannafundum en hann bað þá um að hætta því á síðasta fundi.

„Bara eitt sem ég vil koma á framfæri. Ég vil vera kallaður Jose Maria Gutierrez, ekki Guti. Hvert sem ég fer heyri ég 'Guti, Guti' og það er ekki nafnið mitt. Nafn mitt er Jose Maria Gutierrez, ok?"

Guti er 43 ára gamall og lék hátt upp í 600 leiki á tíma sínum með aðalliði Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner