Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   fim 07. desember 2023 11:24
Elvar Geir Magnússon
Koleosho lengi frá - Andlegt ástand Foster orðið betra
Koleosho er nítján ára gamall.
Koleosho er nítján ára gamall.
Mynd: Getty Images
Luca Koleosho vængmaður Burnley verður frá næstu mánuði vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í 1-0 tapi Burnley gegn Wolves á þriðjudag. Koleosho fór af velli meiddur í fyrri hálfleik en þá kom Jóhann Berg Guðmundsson inn.

Koleosho er nítján ára gamall og hefur á köfum sýnt skemmtileg tilþrif með Burnley á tímabilinu,

„Luca verður frá í nokkurn tíma og þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur. Hann lenti í samstuði og meiddist á hné. Ég vona að hann spili aftur áður en tímabilinu lýkur,“ segir Vincent Kompany, stjóri Burnley.

„Þetta er högg fyrir ungan leikmann en ef hann heldur rétt á spilunum getur hann komið betri og sterkari til baka. Ég er ekki í vafa um að hann muni gera það."

Á fréttamannafundi í dag var Kompany einnig spurður út í framherjann Lyle Foster sem hefur verið í leyfi vegna andlegra vandamála. Hann er að glíma við þunglyndi.

„Hann er að taka framfarir og það er vel hugsað um hann. Hann er á betri stað núna en fyrir fjórum vikum. Ég vona að það sé ekki langt í að hann geti hjálpað okkur aftur," segir Kompany.

Burnley er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig en liðið á erfiðan leik gegn Brighton um helgina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 25 17 5 3 58 26 +32 56
3 Arsenal 25 17 4 4 58 22 +36 55
4 Aston Villa 25 15 4 6 52 33 +19 49
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 25 14 2 9 35 34 +1 44
7 Brighton 25 10 8 7 48 40 +8 38
8 Newcastle 25 11 4 10 53 41 +12 37
9 West Ham 25 10 6 9 36 44 -8 36
10 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
11 Wolves 25 10 5 10 39 40 -1 35
12 Fulham 25 8 5 12 34 41 -7 29
13 Bournemouth 24 7 7 10 33 46 -13 28
14 Brentford 25 7 4 14 35 44 -9 25
15 Crystal Palace 25 6 7 12 28 44 -16 25
16 Nott. Forest 25 6 6 13 32 44 -12 24
17 Everton 25 8 6 11 27 33 -6 20
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 25 3 4 18 25 55 -30 13
20 Sheffield Utd 25 3 4 18 22 65 -43 13
Athugasemdir
banner
banner