Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fim 07. desember 2023 10:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður langþráð endurkoma Dele Alli um jólin?
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, segir að miðjumanninum Dele Alli líði vel og það styttist í endurkomu hans.

Alli, sem er 27 ára gamall, hefur gengið í gegnum erfiðan kafla á ferli sínum síðustu ár.

Alli opnaði sig við Gary Neville í viðtali fyrr í sumar og sagði frá því að hann hafi verið misnotaður í æsku. Þar talaði hann einnig um svefntöflu fíkn sína en er staðráðinn í að koma ferlinum aftur af stað eftir að hafa leitað sér hjálpar og unnið í sínum málum.

Hann hefur glímt við meiðsli á tímabilinu hingað til en Dyche vonast til þess að miðjumaðurinn snúi aftur um jólatörnina.

„Hann er að standa sig vel. Hann er mættur aftur út á gras með styrktarþjálfaranum. Hann er ekki alveg byrjaður að æfa aftur með okkur en það gerist vonandi í næstu viku. Hann er búinn að vera gríðarlega óheppinn en hann segir við mig að honum líði vel," sagði Dyche.
Athugasemdir
banner
banner
banner