Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 08. janúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Charlie Austin elskaði ferð til Íslands - Hafði efasemdir fyrst
Charlie Austin.
Charlie Austin.
Mynd: Getty Images
Charlie Austin, framherji WBA, talar um ferðalag sitt til Íslands í viðtali á heimasíðu félagsins í dag. Austin hefur áður spilað með QPR og Southampton í ensku úrvaldsdeildinni en hann hafði efasemdir þegar eiginkona hans Bianca vildi fara í frí til Íslands.

„Ég vil komast í sólina. Alltaf. Dubai. Sól. Klárt. Í síðasta landsleikjahléi vildi ég gera það en Bianca vildi ólm fara til Íslands. 'Ég sagði, allt í lagi, förum til Íslands - en ef það er ömurlegt þá er það þér að kenna," sagði Austin í viðtalinu.

„Þetta byrjaði ekki vel. Ég er ekki mikið fyrir að fljúga og þegar kemur ókyrrð...þá er það ekki fyrir mig. Við förum á leið til Reykjavíkur þegar vélin byrjaði að hristast. Þetta var alvöru titringur."

„Þegar við lentum þá sagði starfsfólkið okkur að við hefðum verið heppin að ná að lenda því vanalega þegar vindurinn er svona mikill þá er fluginu aflýst. Þetta var því ekki góð byrjun."

„Versta martröð alla fótboltamanna er að mæta á hótel og sjá annan fótboltamann þar. Ég er ekki búinn að vera þarna í meira en fimm mínútur þegar Lewis Cook (leikmaður Bournemouth) labbar inn á hótelbarinn."

„Eftir það var þetta algjörlega stórkostleg ferð. Við fórum og gerðum alla hlutina sem túristar gera. Við fórum upp á fjall á vélsleða sem var mjög gaman en ekki segja félaginu frá þessu - ef ég hefði dottið þá hefði ég getað brotið hvaða bein sem er."

„Einu vonbrigðin voru að við vorum í þrjár nætur að reyna að sjá Norðurljósin, sem eru mikilfengleg, en við gátum það ekki út vegna þoku. Þetta var stórkostlegt og hún (Bianca) fær mikið hrós fyrir þetta ferðalag."

Athugasemdir
banner
banner