Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   mán 03. nóvember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Stuðningurinn gerir þetta félag sérstakt
Mynd: EPA
Arne Slot var kátur eftir langþráðan sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Liverpool vann 2-0 gegn Aston Villa til að binda enda á fjögurra leikja taphrinu. Orðrómur var uppi um að starf Slot hjá Liverpool væri í hættu eftir svona marga tapleiki í röð, en þjálfarinn gefur lítið fyrir orðróma.

„Hljóðið í eigendunum hefur ekkert breyst frá því í fyrra, þeir eru að segja mér nákvæmlega sömu hluti og á síðustu leiktíð. Ég er í mestu sambandi við Richard Hughes og stundum heyri ég líka í hinum. Þeir sjá svipaða hluti og ég er að sjá," sagði Slot, sem þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir.

Stuðningsmenn Liverpool sungu til Slot í sigrinum gegn Aston Villa, enda hefur þjálfarinn þurft að liggja undir gagnrýni í fjölmiðlum síðustu vikur.

„Stuðningurinn sem ég fékk í kvöld er það sem gerir þetta félag svona sérstakt. Það var magnað að heyra stuðningsmennina syngja nafn mitt, það hjálpaði mér mikið á erfiðum tíma.

„Gengi liðsins hefur ekki verið nægilega gott og síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir mig. Þessir söngvar yljuðu mér um hjartarætur."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner