Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mán 03. nóvember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gibbs-White: Eitthvað sem deildin þarf að skoða
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Morgan Gibbs-White er varafyrirliði Nottingham Forest og bar hann fyrirliðabandið í 2-2 jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hélt bandinu þegar fyrirliðanum sjálfum Ryan Yates var skipt inn af bekknum vegna meiðsla á 14. mínútu.

Gibbs-White skoraði annað marka Forest í jafnteflinu og svaraði svo spurningum fréttamanna að leikslokum. Hann var ósáttur með að hafa gert jafntefli við Rauðu djöflana, sérstaklega útaf því að fyrra mark andstæðinganna átti aldrei að telja.

Man Utd tók forystuna í fyrri hálfleik þegar Casemiro skoraði með skalla eftir hornspyrnu, sem átti þó aldrei að vera hornspyrna útaf því að boltinn fór ekki yfir endalínuna.

„Við erum allir mjög pirraðir að hafa ekki fengið þrjú stig úr þessum leik, bæði mörkin sem við fengum á okkur komu eftir hornspyrnur. Fyrri hornspyrnan átti ekki einu sinni að vera hornspyrna," sagði fyrirliðinn eftir lokaflautið.

„Ég vissi ekki hvort boltinn hafði farið útaf eða ekki vegna þess að atvikið átti sér stað langt frá mér, en í hálfleik þá voru allir á sama máli og sögðu að boltinn hafi aldrei farið útaf.

„Þetta er eitthvað sem deildin þarf að skoða útaf því að þetta er annar leikurinn í röð sem við lendum í að missa af stigum útaf rangri hornspyrnu. Við lentum í þessu gegn Bournemouth í síðustu umferð þegar þeir skoruðu eftir hornspyrnu sem átti að vera markspyrna.

„Það verður að skoða reglurnar útaf því að þetta kostaði okkur tvö stig í dag."


   01.11.2025 21:32
Dyche ósáttur og kallar eftir breytingum á VAR-kerfinu

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner