Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 08. janúar 2020 12:07
Magnús Már Einarsson
Zaha reynir að komast burt - Tilboði Bayern hafnað
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur hafnað tilboði Bayern Munchen um að fá kantmanninn Wilfried Zaha á láni út tímabilið.

Crystal Palace stendur fast við 80 milljóna punda verðmiða á Zaha en félagið hafnaði tilboðum frá Everton og Arsenal síðastliðið sumar.

Hinn 27 ára gamli Zaha vill fara frá Palace og hann skipti á dögunum um umboðsmann til að reyna að ná félagaskiptum í gegn.

Umboðsmaðurinn reyndi Pini Zahavi sér núna um mál Zaha og hann ætlar að reyna að finna nýtt félag fyrir hann sem fyrst.

Chelsea hefur einnig sýnt Zaha áhuga en Crystal Palace ætlar að reyna að halda honum út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner