Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. janúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Howe kennir breiddinni um tapið í Sheffield
Mynd: EPA

Newcastle datt óvænt úr leik í þriðju umferð enska bikarsins er liðið heimsótti C-deildarlið Sheffield Wednesday í gærkvöldi. Cameron Dawson, markvörður Sheffield, reyndist ansi erfiður í leik þar sem Newcastle klúðraði þónokkrum dauðafærum í 2-1 tapi.


Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, kennir alltof lítilli breidd í leikmannahópinum um tapið.

„Við erum ekki með næga breidd fyrir þetta. Við erum með alltof lítið af leikmönnum en þeir búa yfir miklum gæðum. Það er mikið af leikjum á stuttum tíma hjá okkur og þess vegna þarf ég að gera stórar breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Ég sá þreytumerki í jafnteflinu gegn Arsenal og gat ekki mögulega notað sömu leikmenn líka í dag og svo aftur í næsta leik gegn Leicester á þriðjudaginn," sagði Howe eftir tapið.

„Við gáfum mörgum leikmönnum sem hafa fengið lítinn spiltíma tækifæri í þessum leik í dag og það voru bæði jákvæðir og neikvæðir hlutir sem ég tók eftir í spilamennskunni. Þetta voru svekkjandi úrslit fyrir okkur, við sköpuðum mikið af marktækifærum en gátum ekki nýtt þau. Markvörðurinn þeirra átti stórleik.

„Við vissum alltaf að þetta yrði erfiður leikur og þegar þeir skoruðu fyrsta markið varð brekkan brött. Við vildum sigra þennan leik og ég valdi byrjunarlið sem ég taldi geta borið sigur úr býtum. Tækifærin voru til staðar en nýtingin var ekki góð."


Athugasemdir
banner
banner