Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 08. janúar 2023 00:53
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu umdeilt mark Salah: Vilja breyta rangstöðureglu
Mynd: EPA

Mohamed Salah skoraði þriðja mark leiksins í 2-2 jafntefli Liverpool og Wolves í enska bikarnum í kvöld.


Salah fékk boltann eftir sendingu frá Cody Gakpo en var rangstæður þegar sendingin fór af stað. Salah skoraði úr færinu og engin rangstaða dæmd vegna þess að Toti, varnarmaður Úlfanna, reyndi að fara fyrir sendinguna en tókst ekki að skalla boltann frá. Þess í stað skallaði hann boltann afturfyrir sig og á Salah, sem var ekki lengur rangstæður útaf því að Toti lék boltanum.

Þessi regla hefur oft verið gagnrýnd þar sem hún er talin gefa sóknarmönnum ósanngjarnt forskot á varnarmenn.

„Þetta er svona í öllum deildum. Þetta er fáránleg regla sem dómarar þurfa að endurskoða," sagði Julen Lopetegui, stjóri Úlfanna, meðal annars að leislokum.

Stephen Warnock, fyrrum varnarmaður Liverpool og fótboltasérfræðingur hjá ýmsum miðlum, tjáði sig um markið í beinni útsendingu BBC.

„Þetta er mjög pirrandi. Samkvæmt reglunum á þetta mark að standa en fótboltaáhugamenn vita að þetta ætti ekki að standa. Toti þarf að hreinsa boltann því hann verður að gera ráð fyrir að Salah sé réttstæður. Að okkar mati er þessi regla röng og hana þarf að laga."

Sjáðu markið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner