Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 08. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Hefðu getað komið upp kjaftasögur
Var rétt ákvörðun hjá Geir að hætta núna?
Geir hættir á laugardaginn eftir tíu ár í embætti.
Geir hættir á laugardaginn eftir tíu ár í embætti.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá honum," sagði Almar Guðmundsson, fyrrum formaður Stjörnunnar, í sjónvarsþætti Fótbolta.net í vikunni aðspurður hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá Geir Þorsteinssyni að láta af störfum sem formaður KSÍ.

Geir ætlar að hætta sem formaður á ársþingi KSÍ á laugardag eftir að hafa verið í embætti í tíu ár.

„Það var komin pressa á hann fyrir nokkrum árum síðan en einhvernegin stóð hann það af sér. Ef hann hefði tekið slaginn núna þá hefði það verið óþægilegt fyrir hann. Hann hefði mögulega getað klárað kosningu en hún hefði hugsanlega verið í tæpara lagi. Það hefði skilið eftir sig fleiri spurningar en svör og verið óþægilegt fyrir hreyfinguna. Hann fer út á winner tíma, það gengur vel, og það er kannski það sem menn eiga eftir að muna eftir."

Kjaftasögur hefðu getað komið upp
Jón Kadal tekur undir með Almari og segir Geir skila af sér mjög góðu búi.

„Geir átti að stíga frá á þessum tímapunkti. Það var mjög góð ákvörðun að fara sjálfviljugur frekar en að taka kosningunni eða halda áfram með veikt umboð. Geir skilur við hreyfinguna í feykilega góðu standi. Ef við kíkjum aftur um tíu ár þegar hann tók við þá hefur orðið bylting í íslensku knattspyrnuumhverfi. KSÍ hefur að mörgu leyti setið undir ósanngjarnri gagnrýni því að ef horfum á árangur þar sem hann telur. Það er inni á vellinum, afkomu af rekstri skrifstofunnar og háu menntunarstigi þjálfara. Við höfum færst fram veginn í risastökkum þarna síðustu tíu ár."

„Það er ýmislegt utan vallar sem hefur reynst Geir erfitt. Það eru alls kyns kjaftasögur sem hefðu mögulega komið upp í kosningabaráttunni. Ég sé ekki að það hefði verið hreyfingunni til góðs. Þetta var fín ákvörðun hjá Geir að kveðja og réttur tímapunktur," sagði Jón.

Heitari umræður ef Geir hefði boðið sig fram
Kolbeinn Tumi Daðason telur að kosningabaráttan hefði orðið allt öðruvísi ef Geir hefði ekki ákveðið að hætta.

„Það er mjög leiðinlegt að hann fór út. Þessi kosningabarátta hefði verið mun skemmtilegri ef Geir hefði verið áfram. Þá hefðum við fengið heitari umræður en hjá þeim sem eru að bjóða sig fram núna. Ef Geir hefði ætlað að vera áfram þá hefði ýmislegt komið fram í ljósið sem hefur ekki verið fjallað um hingað til. Það er ýmislegt sem hefur verið gagnrýnt hjá KSÍ í gegnum tíðina."

„Það hverfur rosalega mikil viska þegar Geir stígur út. Hann hefur verið þarna í tuttugu ár. Þó að ég hafi gagnrýnt Geir mikið þá er það hlutverk fjölmiðla að vera gagnrýnir. Geir hefur gert margt gott,"
sagði Tumi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Kappræður Björns og Guðna úr útvarpsþættinum
Sjónvarpið: Hvor er sigurstranglegri - Björn eða Guðni?
Athugasemdir