Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. febrúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
14 leikir frá því að Werner skoraði - Tuchel hefur ekki áhyggjur
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er sannfærður um að Timo Werner fari að skora á ný fljótlega en hann hefur ekki skorað í 14 leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Werner lagði upp mark og fiskaði víti í 2-1 sigri á Sheffield United í gær og Tuchel hrósaði honum eftir leik.

„Þetta var stórkostlegt hlaup þegar hann lagði upp fyrsta markið og þetta var góð ákvörðunartaka í því síðara þegar hann fór framhjá markverðinum og fékk brot," sagði Tuchel.

„Hann er frjálsari og í dag (í gær) sá ég það á vellinum. Hann var inni í leiknum andlega og líkamlega og hann var afgerandi."

„Það er mikilvægast. Ef hann heldur svona þá munu mörki koma, ég er viss um það."

Athugasemdir
banner
banner
banner