Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. febrúar 2021 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Man City spilar við Gladbach í Búdapest
Man City mætir Gladbach í Búdapest
Man City mætir Gladbach í Búdapest
Mynd: Getty Images
Manchester City mun mæta Borussia Monchengladbach í Búdapest er liðin eigast við í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það var ljóst í gær að Liverpool mætir RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Búdapest vegna ferðabanns í Þýskalandi en sá leikur átti upphaflega að fara fram í Leipzig.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að vinna með stjórnvöldum er niðurstaðan sú að Liverpool spilar við Leipzig á hlutlausum velli og fer hann því fram á Puskas-leikvanginum í Búdapest þann 16. febrúar.

UEFA tilkynnti svo í kvöld að Manchester City spili við Gladbach á sama leikvangi þann 24. febrúar eftir að samkomulag náðist við ungverska knattspyrnusambandið.

Það verður ekkert vandamál fyrir þýsku liðin að ferðast í útileikina en bresk stjórnvöld veita liðum undanþágu á að fara í sóttkví við komu til landsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner