mán 08. febrúar 2021 07:30 |
|
Ungt lið Fylkis - „Eiga eftir að fá fullt af mínútum í sumar"
Þórður Gunnar Hafþórsson er á meðal efnilegra leikmanna í liði Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið Fylkis var frekar ungt í þessum leik og voru sex leikmenn í byrjunarliðinu fæddir 2000 og síðar.
„Í sjálfu sér skiptir engu máli þannig séð hvað þeir eru gamlir ef þeir eru nógu góðir; hvort þeir eru komnir yfir þrítugt, undir tvítugt eða hvernig það er," sagði Atli Sveinn.
„Það er mikill kraftur í þessum strákum og þeir eiga eftir að fá fullt af mínútum í sumar."
Skoða má viðtalið við Atla Svein í heild sinni hér að neðan en þar sagðist hann meðal annars vera opinn fyrir því að bæta við sig góðum leikmönnum ef það býðst.

Atli Sveinn: Erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
09:16
10:15
17:45
11:00