Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 08. febrúar 2023 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Frábær endurkoma Man Utd bjargaði stigi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Man Utd 2 - 2 Leeds
0-1 Willy Gnonto ('1)
0-2 Raphael Varane ('48, sjálfsmark)
1-2 Marcus Rashford ('62)
2-2 Jadon Sancho ('70)


Manchester United tók á móti Leeds United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð hörkuviðureign.

Gestirnir fóru gríðarlega vel af stað þar sem ítalski táningurinn Wilfried Gnonto skoraði eftir 56 sekúndur. Leeds vann boltann hátt uppi á vellinum og gerði Gnonto gríðarlega vel að klára með marki.

Leeds komst nálægt því að tvöfalda forystuna snemma leiks en heimamenn í Manchester tóku völdin á vellinum og voru óheppnir að jafna ekki. Alejandro Garnacho komst tvisvar nálægt því að skora, þar sem varnarmaður Leeds bjargaði með skalla við marklínu í seinna skiptið.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri - með marki. Raphaël Varane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann fór fyrir fyrirgjöf frá Crysencio Summerville. 

Rauðu djöflarnir stjórnuðu ferðinni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og minnkaði Marcus Rashford muninn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Diogo Dalot. 

Átta mínútum síðar var Jadon Sancho búinn að jafna metin eftir að hafa komið inn af bekknum. Skot hans var þó lélegt og beint á markið, en þrír varnarmenn voru fyrir sjónlínu Illan Meslier sem sá ekki boltann og missti hann í netið.

Heimamenn reyndu að sækja sigurinn á lokamínútunum en það hafðist ekki. Lokatölur 2-2 eftir frábæran fótboltaleik.

Man Utd er áfram í þriðja sæti eftir þetta jafntefli, sjö stigum eftir toppliði Arsenal sem á tvo leiki til góða.

Leeds er áfram í fallbaráttunni, einu stigi frá fallsæti.

Þessi lið mætast aftur í ensku úrvalsdeildinni um helgina, eftir fjóra daga. Sá leikur fer fram á Elland Road.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner