

Cornelia Baldi Sundelius er gengin til liðs við Gróttu en hún lék 12 leiki með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
Hún kom til KR eftir að hafa verið varamarkvörður Norrköping í næstefstu deild í Svíþjóð árið 2021 en hún er fædd árið 1999.
„Cornelia hefur komið mjög sterk inn í liðið. Hún hefur staðið sig frábærlega í leikjum og verið til fyrirmyndar á æfingum. Við erum gífurlega ánægð með að hún sé komin til liðs við okkur. Hún á eftir að koma til með að hjálpa liðinu mikið í sumar," sagði Pétur Rögnvaldsson um komu Cornelia.
Grótta er nýliði í Lengjudeildinni eftir að hafa hafnað í 2. sæti í 2. deild síðasta sumar.
Athugasemdir