Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Hugarburðarbolti GW 24 Arsenal slátraði meisturum Man City 5-1!
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Tveggja Turna Tal - Ómar Ingi Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Hugarburðarbolti GW 23 Er Hjálmar Örn farinn að þjálfa Tottenham?
Fótbolta nördinn - Úrslit: Víkingur vs Fylkir
Enski boltinn - Hákon Arnar, þrot hjá Tottenham og umtalað rautt spjald
Tveggja Turna Tal - Davíð Snorri Jónasson
Útvarpsþátturinn - Nýtt teymi í Víkinni, VV og KA skýrsla
Hugarburðarbolti GW 22 Justin Kluivert með Dillon þrennu!
Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Enski boltinn - Góð gen, Darwizzy og brotið sjónvarp á Old Trafford
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Hugarburðarbolti GW 21 Arsenal setur pressu á Liverpool!
Enski boltinn - Þurfa að reka Ten Hag aftur og FSG á leið á svarta listann
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Fylkir vs Þungavigtin
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
   fim 08. febrúar 2024 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var að plana að flytja upp á Skaga en svo breyttist allt snögglega
Gísli Eyjólfs tekst á við nýja og spennandi áskorun í Svíþjóð
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Halmstad
Gísli Eyjólfsson var í vikunni kynntur sem nýr leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Halmstad. Hann er annar leikmaðurinn sem Halmstad fær frá Íslandi í vetur því í síðasta mánuði fékk liðið Birni Snæ Ingason, besta leikmann Bestu deildarinnar 2023, í sínar raðir frá Víkingi.

Gísli hefur undanfarin ár verið algjör lykilmaður í liði Breiðabliks. Hann skoraði þrjú mörk í 15 Evrópuleikjum og sjö mörk í Bestu deildinni á liðinni leiktíð. Hann lagði upp fjögur mörk í deildinni, eitt í Evrópu og eitt í Mjólkurbikarnum.

Gísli ræddi í dag við Fótbolta.net um skiptin en hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Það er virkilega gaman að fá nýja áskorun og gaman að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti," segir Gísli.

„Ég var búinn að frétta af áhuga um jólin, en svo var ekkert meira en það. Svo fór allt í gang í seinustu viku. Ég og Anna, kærasta mín, vorum búin að ræða það ef það myndi eitthvað svona koma upp, hvort við værum klár í ævintýri með börnunum í útlöndum. Þetta félag og þetta hverfi heillaði okkur mjög mikið."

Gísli, sem er 29 ára gamall, fær núna þetta spennandi tækifæri eftir að hafa verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi í fjölda ára.

„Það hefur alveg kitlað mann síðastliðið eitt eða tvö ár að prófa að fara erlendis. Það hefur gengið vel hjá Breiðabliki og það hefur verið einhver áhugi. Þegar þetta kom upp, þá var maður klár í það. Mér leið rosalega vel í Breiðabliki og var sáttur þar. Þetta þurfti að vera virkilega spennandi, heillandi og góður staður fyrir fjölskylduna. Ég vissi að það yrði langsótt að fara í atvinnumennsku á þessum tímapunkti. Það sem ég var að plana var að flytja upp á Skaga með fjölskylduna og hafa það kósý þar. En þegar þetta gerist, þá breytist allt með því," segir Gísli.
Athugasemdir
banner
banner